Ég var að byrja í menntaskóla og ég veit ekki hvort ég hafi valið rétt nám. Ég vil ekki átta mig á því of seint að námið sem ég valdi hafi verið vitlaust. Ég er mjög hrædd um að það sem mér finnst skemmtilegt núna verði það ekki þegar ég er eldri, við eigum bara eitt líf og ég vil ekki sóa því í eitthvað leiðinlegt. Hvernig veit ég að ég er að velja rétta framtíð?
Hæ og takk fyrir spurninga,
Það er ýmislegt sem þú getur haft í huga.
- Gott er að þekkja sjálfa sig. Þú getur gert það með því að taka ýmis áhugasviðspróf og tala við fólk sem þú treystir og þekkir þig vel eins og vini og fjölskyldu og fá þeirra skoðun. Einnig er gott að halda dagbók þar sem þú getur fylgst með hugsunum þínum og flett til baka og skoðað hvernig þér leið á ákveðnu tímabili í ákveðnu samhengi. Hugleiðsla getur einnig verð gott tól til að kynnast eigin hugsunum. Það getur sagt þér heilmikið um sjálfa þig.
- Menntaskóli er fyrsti liður í framhaldsnámi og þú getur tekið ótal ákvarðanir sama hvaða menntaskóla þú ferð í. Auðvitað nýtast mismunandi menntaskólar sem grunnur í mismunandi hluti. Til dæmis hentar Tækniskólinn betur ef þú villt fara í verkmenntuð en Menntaskólinn í Reykjavík betur ef þú villt fara í frekara bóknám
- Það er gott að hafa í huga að þú sjálf tekur sífelldum breytingum. Ef þú hugsar til baka 10 ár þá mannstu kannski hvað þú vildir verða þegar þú yrðir stór. Nú 10 árum síðar myndi þér ekki detta það í hug. Hvernig heldur þú að þér líði eftir 10 ár? Það er mikilvægt að búa sig undir líf fullt af breytingum og æfa sig í því að vera opin fyrir breytingum.
Ætla að enda þetta með fleygum orðum, lífið er það sem gerist á meðan þú gerir önnur áform. Treystu innsæinu og þekkingu þinni á sjálfri þér. Gangi þér vel!
Frekari pælingar:
https://www.visindavefur.is/svar.php?id=547
https://www.visindavefur.is/svar.php?id=433
Með bestu kveðju,
Áttavitinn
HVAÐ SEGIR ÞÚ UM ÞETTA EFNI?