Hvernig veit ég hvort ég sé samkynhneigð?

700

Hæhæ, ég er 16 ára stelpa og flestir sem ég þekki hafa annað hvort verið í sambandi eða verið hrifin af einhverjum. Ég er hins vegar verið hvorugt. Ég hef af og til fengið svona “celebrity crush” og það hafa alltaf verið konur, samt held ég að ég myndi aldrei vera í sambandi með stelpu, það er bara eitthvað sem ég get ekki ímyndað mér. Ég hef verið að velta þessari spurningu fyrir mér í um það bil 3 ár og ég er orðin svolítið leið á því. Ég hef aldrei kysst neina manneskju eða gert neitt meira. Ég er hálf hrædd við þá ímyndun að vera samkynhneigð af því að áður en ég byrjaði að pæla í þessu hafði ég alltaf bara hugsað mér að vera í sambandi með strák. Hvernig get ég fundið út úr því hvort ég sé samkynhneigð eða ekki?

Það kemur með reynslunni þegar þú hittir einhverja manneskju sem þú heillast af, sem þú getur hugsað þér að vera með og lifa kynlífi með.  Það liggur ekkert á að finna út hvort þú sért gagnkynhneigð, samkynhneigð eða tvíkynhneigð eða hvað..  Það leiðir bara tíminn í ljós og engin þörf á að setja stimpil á það.  Þó þú hrífist af stelpu eða strák þá þarf það ekki að skilgreina kynhneigðina þína.  Þú ert bara þú.  Það er líka í góðu lagi að hafa ekki áhuga, hvorki á strákum né stelpum, að hafa ekki áhuga á samböndum eða kynlífi.  Það getur komið seinna eða ekki…það er í lagi.

Gefðu þér tíma til að kynnast sjálfri þér, hvað þér þykir aðdáunarvert, hvað þér þykir gott og gaman og stattu svo með þér hvað það varðar.

Gangi þér vel.


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar