Hvernig veit maður að maður er með kynsjúkdóm?

491

Hvernig veit maður að maður er með kynsjúkdóm?

Takk fyrir spurninguna

Sumir hafa engin einkenni – aðrir mjög augljós, til dæmis:
    — öðruvísi eða þykkari útferð úr leggöngum
    — verkir neðarlega í kvið
    — útferð úr typpi (kannski eins og hor)
    — sviði við þvaglát
    — sár, sérstaklega á kynfærum og við endaþarm
    — kláði við kynfæri og endaþarm
    — útbrot
    — bólgnir eitlar í nára
Þessi einkenni geta verið ein eða fleiri saman! (Tekið af http://doktor.is/grein/er-eg-med-kynsjukdom

Göngudeild kynsjúkdóma er opin frá kl. 8:00 til 16:00 alla virka daga. Tímapöntun er á þjónustutíma í síma 543 6050. Læknar og hjúkrunarfræðingar sjá um móttöku. Sími: 543 6050. Skoðun er ókeypis.

Gangi þér vel.


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar