Hvernig verð ég blaðamaður?

516

Ég veit allt um námið en ekki hvenig ég verð blaðamaður. Hvernig fer atvinnuleit fram? Er reynslutímabil? Fæ ég að ráða hvernig fréttir mig langar að skrifa? Er þörf fyrir blaðamenn?

Góðan daginn,

Atvinnuleit fer fram á sama hátt og í öðrum störfum. Fréttamiðlar auglýsa eftir blaðamönnum svo er hægt að senda ferilskrá og kynningabréf ef ekki eru virkar auglýsingar í gangi. Reynslutímabil blaðamanna eru fjórir mánuðir og eftir þann tíma er blaðamaður fastráðinn. Hugmyndir blaðamanna eru teknar til greina en fréttastjórar ákveða hvað er birt og einnig er fréttaskrifum úthlutað. Inni á heimasíðu Blaðamannafélags Íslands er mikið af góðum uppýsingum hér má finna hana: https://www.press.is/is
Fjölmiðlar er stór starfsvettvangur og því ákveðnir atvinnumöguleikar.

Kær kveðja,
Áttavitinn ráðgjöf


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar