Hvernig verð ég geislafræðingur?

59

ég hef mikla áhuga um geislafræði nám í HR en hvað er geislafræði? hvar get eg starfað, borar þetta veæ, hvers konar starf er þetta, er eg að vinna við fólk

Hæhæ og takk fyrir að hafa samband við ráðgjöf Áttavitans.

Í geislafræði lærir nemandi fræðilegar kenningar og aðferðir sem koma að rannsóknum innan læknaheimsins, svo sem ýmsum sjúkdómsrannsóknum. Námið byggist því að hluta til upp af líffræði og eðlisfræði en einnig ummönnun sjúklinga, geislavarnir og vísinda- teymisvinnu.

Á vef Háskóla Íslands, þar sem einnig er hægt að læra geislafræði, er hægt að lesa sig til um hvað námið snýst, inntökuskilyrðin og hvort námið sé fyrir þig.

https://www.hi.is/geislafraedi

Einnig er gott að lesa námskröfurnar, en þar stendur hvað þú ættir að vera búin að læra að námi loknu. Þar stendur einnig að geislafræði í háskóla (BA) er  mjög góð grunnmentun fyrir frekari nám sem veitir þér svo réttindi til að starfa sem geislafræðingur.

Sem geislafræðingur munt þu starfa mikið með sjúklingur í gegnum rannsóknir, svo sem röntegnrannsóknir, segulómrannsóknir, tölvusneiðmyndarannsóknir og fleira.

Endilega lestu þig til um þetta á vef Háskólans.

Kv,

Ráðgjafi Áttavitans.


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar