Hvernig verð ég hljóðtæknimaður?

    209

    Ég held að nám í hljóðtækni sé að aukast í eftirsókn þar sem margir vilja vinna við framleiðslu á tónlist, kvikmyndir og margt fleira.

    Hæhæ,

    Tækniskólinn er í samvinnu með Stúdíó Sýrlandi til að mennta hljóðtæknifólk.

    Þú þarft að hafa lokið grunnskóla og 60 einingum í framhaldsskóla, lágmark 10 einingum í íslensku, stærðfræði og ensku. Einnig er gott að hafa tónlistarnám á baki.

    Þú getur séð allar upplýsingar um námið á þessari slóð https://tskoli.is/namsbraut/hljodtaekni/.

    Kær kveðja,
    Áttavitinn ráðgjöf


    • Var efnið hjálplegt?
    •    Nei

    Ert þú með spurningu?

    Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

    Spyrja spurningar