Hvernig verð ég listakona?

303

Hvernig verð ég listakona? Ég elska að teikna og mála og væri því til í að geta lifað á því að gera það sem ég hef áhuga á. En hef heyrt að það sé nánast ómögulegt að geta verið í hundrað prósent vinnu við að teikna og þess háttar. Getið þið gefið mér einhver sniðug ráð, svo ég geti látið drauminn minn rætast? 🙂 Takk!

Sæl og takk fyrir spurninguna.

Það er frábært að heyra hve mikinn áhuga þú hefur á myndlist og þetta hljómar eins og þín köllun í lífinu. Þig langar greinilega að gera þetta að starfi og það á við nánast allar „draumavinnur“ að það er erfitt að komast í þannig 100%. En þú gætir auðvitað kannski fundið þig í grafískri hönnun eða arkitektúr. Þá eru til allskonar styrkir sem gera listamönnum að stunda listastarf sitt 100%, a.m.k. í einhvern tíma. Ég mæli eindregið með því að þú menntir þig í myndlist og ættir þú að skoða t.d. Myndlistaskólann í Reykjavík og Listaháskóla Íslands,

Ég ætla að benda þér á grein á Áttavitanum sem birtist í janúar 2016 um listnám: https://attavitinn.is/nam/framhaldsskoli/listnam 

Gangi þér rosalega vel!


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar