Hæ
Ég var að spá hvaða nám ég myndi þurfa að fara í gegnum til að verða Réttarrannsóknafræðingur (Forensic Investigation).
Hæ og takk fyrir spurninguna.
Réttarlæknisfræði eða réttarmeinafræði er ein af sérgreinum læknisfræðinnar. Þú þarft fyrst að ljúka námi í læknisfræði sem tekur sex ár og svo tekur við svokallað kandidatsár, sem er nauðsynlegt til að öðlast lækningaleyfi. Að því loknu getur sérnám hafist sem er því miður ekki í boði hér á landi. Það er þó hægt að læra hluta af almennri meinafræði á Landspítalanum.
Sérnámið er nokkuð mismunandi milli landa. Í Evrópu er oft miðað við fimm ára sértækt nám en í Bandaríkjunum ljúka læknar yfirleitt fyrst sérnámi í almennri meinafræði, sem getur tekið þrjú ár, en sérhæfa sig síðan í réttarlæknisfræði, ca. 2 ár.
Mbk.
Áttavitinn ráðgjöf.
HVAÐ SEGIR ÞÚ UM ÞETTA EFNI?