Hvernig verð ég rithöfundur?

388

Ég veit ég þarf að skrifa til þess að geta orðið rithöfundur, en hvernig get ég haft samband við bókaforlög, og gert það að atvinnu minni seinna meir?

Sæl,

 

Það getur í rauninni hver sem er gefið út bók. Til eru allskyns leiðir til að gera það þokkalega ódýrt meira að segja. Auk þess eru til einnig til margar netútgáfur sem gera fólki kleift að gefa út stafrænar útgáfur af bókunum sínum.
Bókaútgefendur eru einnig kostur, í þeim tilfellum sjá þeir um prent, markaðssetningu og koma bókinni í búðir, þá þarf að hafa samband við það forlag sem þér langar til að gefa út á.  
Við mælum með að þú kynnir þér bókaútgefendur og hvernig bækur þeir eru að gefa út til að sjá hverjum þér langar til að vera í samsstarfi og kynnir þig og þitt efni til að sjá hvort áhugi sé fyrir bókinni.

 

Ef þú ert hinsvegar að elta því fyrir þér hvað þú getur lært til að verða rithöfundur þá getum við meðal ananrs bent þér á Ritlist við Háskóla Íslands. Það má lesa meira um það hér: https://www.hi.is/ritlist 


Gangi þér vel í þessari vegferð.


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar