Hvernig verð ég uppistandari?

    145

    Mig langar mikið til að verða uppistandari í framtíðinni. En er til nám þar sem maður lærir uppistand og hverjir eru vinnu möguleikarnir? Er þetta alveg stabíl vinna eða gæti þetta verið soldið áhættusamt, svona fjárhagslega séð?

    Hæ og takk fyri spurninguna,

    Við vitum ekki til þess að það sé til neitt nám á Íslandi sem kennir beint uppistand. Uppistandarar halda þó stundum námskeið, Þorsteinn Guðmundsson hélt eitt slíkt um daginn og er um að gera að vera með augun opin fyrir slíku. Annars er hægt að benda á Improv skólann, sviðshöfunabraut eða leiklistarbraut í LHÍ og leiklistarbraut FG.

    Flestir uppistandarar virðast þó byrja á eigin spýtum, skrifa sitt besta uppistand og láta á það reyna á opnum mic kvöldum í skólum eða börum. Einnig væri hugmynd að hreinlega senda uppistandara sem þú þekkir til skilaboð og spurja hvernig hún tók fyrstu skrefin. Einnig er hægt að finna heilmikið efni á netinu.

    Gangi þér vel!

    Mbkv,

    Áttavitinn

     


    • Var efnið hjálplegt?
    •    Nei

    Ert þú með spurningu?

    Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

    Spyrja spurningar