Hvernig verð ég veðurfræðingur ?

2099

Hvernig verð ég veðurfræðingur ?

Þakka þér fyrir fyrirspurnina.  Meginreglan er sú að til að verða veðurfræðingur og starfa við fagið þá þarf að ljúka amk 3 ára háskólanámi til BS gráðu í veðurfræði eða skyldu fagi (eðlisfræði/jarðeðlisfræði).  Við Háskóla Íslands hefur ekki verið í boði námi við eiginlega „veðurfræðilínu“ en námskeið í veðurfræði eru boði innan eðlisfræði og jarðelisfræði, og eru góður grunnur fyrir framhaldsnám (MS- eða doktorsgráða).

Margir hafa stundað námið erlendis þar sem oft eru eiginlegt veðurfræðinám í boði t.d. innan eðlisfræði/jarðeðlisfræðiskorar viðkomandi skorar. Fjölmargir hafa numið í Noregi en einnig í Svíþjóð/Danmörku.  Eins hafa Íslendingar leitað til t.d. Englands, Frakklands, og Bandaríkjanna.

Flestir íslenskir veðurfræðingar starfa eða hafa starfað við Veðurstofu Íslands, en þó eru allnokkrir íslenskir veðurfræðingar sem starfa erlendis eða á öðrum vettvangi.

Við vonum að þetta komi þér að gagni og gangi þér vel!


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar