Hvernig verður maður bílasölumaður?

19

Hvernig öðlast maður færni og reynslu á að verða bílasölumaður?

Takk fyrir að hafa samband við ráðgjöf Áttavitans,

Til að öðlast færni og reynslu í starfi er mikilvægt að undirbúa sig til að sækja um starfið. Starf bílasölumanns gengur mikið út á ríka þjónustulund og mikla samskiptahæfni. Að geta spjallað við fólk og kynnt vörur fyrirtækisins, svarað spurningum viðskiptavina og upplýst þá um mismunandi eiginleika og kosti sem hver bíll hefur. Til þess að geta svarað spurningum ítarlega er líka gott að hafa í huga að maður verður að þekkja vörur fyritækisins vel. Að leggja sig fram við það að læra um alla bíla sem fyrirtækið hefur upp á að bjóða leiðir til mikillar færni í starfinu, að kunna sitt fag. Það auðveldar þér einnig að geta selt og markaðsett vörur fyrirtækisins, í þessu tilfelli bíla.

Að auki er gott að öðla sér færni í tölvunotkun og hafa grunnskilning á fjármálum og bókhaldi.

En til að öðlast færni og reynslu sem bílasölumaður er fyrst og fremst mikilvægt að finna sér vinnu hjá bílafyrirtæki. Það getur þú gert með því að nota atvinnu síður eins og alfred.is eða sent pósta á þau fyrirtæki sem þú hefur áhuga á og gefa kost á þér sem starfsmaður:)

Mbk,

Ráðgjafi Áttavitans


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar