Hvernig verður maður einkaþjálfari?

    216

    Hvar læri ég að vera einkaþjálfari? Þarf stúdentspróf til að vera skráður einkaþjálfari?

    Hæ og takk fyrir spurninguna.

    Það þarf ekki stúdentspróf til að verða einkaþjálfari en þó eru ákveðin inntökuskilyrði og misjafnt eftir því hvert þú ferð.

    Hér geturðu t.d. lesið um inntökuskilyrði í ÍAK einkaþjálfun hjá Heilsuakademíu Keilis. Í Keili er 18 ára aldurstakmark í námið.

    Í World Class er svo 20 ára aldurstakmark í Einkaþjálfaraskólann en ekki er tilgreint hvort þú þurfir að hafa lokið einhverju námi.

    Mbk.
    Áttavitinn Ráðgjöf.

     


    • Var efnið hjálplegt?
    •    Nei

    Ert þú með spurningu?

    Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

    Spyrja spurningar