Ég er 18 ára stelpa með hefur alltaf átt brennandi áhuga á að leysa glæpi og hjálpa til í samfélaginu. Ég fíla þess vegna bara að horfa á glæp mundir þar sem að rannsóknarlögregla kemur að hryllilegum glæpi og unnið er í málinu. En mig langar ekki bara að horfa. Mig langar að vera ein af þeim. Ég vil ótrúlega mikið að fara í útköll og hef jafnvel pælt að vera sjúkraflutningamaður.
En það er eitt vandamál. Ég hef verið að glíma við andlega erfiðleika frá því ég var 15 ára gömul, og reynt margar sjálfsvígstilraunir þar sem lögreglan mætti oft. Ég hef jafnvel þurft að vera handtekinn (15 ára) því ég fékk svo mikinn reiðikast á foreldra mína og var hættuleg, og þurfti vera lögð inná geðdeild talsvert oft. Ég skammast mín nú til dags mjög mikið eftir allt. En ég er búin að vera á langtíma meðferð og nú er ég á endurhæfingu. Ég hef lært mikið gegnum þessi ár og á betri stjórn á málum mínum en það kom samt eitthvað mikið uppá í mars þessu ári þar sem ég var vonlaus um allt og vildi deyja. Núna er ég ekki að hugsa um það og vill að lifa.
Ég er búin að púsla framtíðina mína nokkurn veginn og vill eignast börn. Ég vill að gera það sem ég hef áhuga á og starfa í því, efla það sem ég er góð í. En ég er hrædd að ég hafi eyðilagt sénsinn minn að komast í lögregluna og að gæti aldrei komist inn útaf því sem gerðist. Ég hef mikla von að ég verð miklu meira andlega sterk en núna, þar sem ég er svo mikið sterkari en ég var þremur árum síðan. En er nú sjálf ekki viss hvort ég passi í starfið og það er ógeðslega erfitt fyrir mig því vill ekki vera neitt annað tengt svona rannsóknum í lögreglunni, eða tæknideild. Spurningin mín er hvort það eru önnur störf í lögreglunni og bara hvernig kemst maður þar (bæði án þess að telja ástandið mitt með en svo íka eftir allt ástandið mitt) geri mér grein að þetta er flókin spurning en ég hef engan annan að spyrja.
.
Vildi líka vita hversu mörg ár þetta tekur að komast í almennilega lögreglu og hversu mörg ár er það að vera rannsóknarlögregla. Vinkona mín sagði að maður fær ekki vera rannsóknarlögregla nema maður er búin að starfa mjööög lengi í lögreglunni og að maður þurfi vera með góð tengls við aðra og mjög hæfur. Er þetta satt? Og fær maður ekki fasta vinnutíma eða er maður að hlaupa í vinnu án fyrirvara?
.
Kann svo mikið að meta að fá svar við þessum spurningum. Ég er búin að vera mjög kvíðin með þetta og frekar sár að ég gæti ekki komist í þetta. En vill samt kynnast þessu betur.
Hæ hæ og takk fyrir spurninguna.
Í fyrsta lagi er gott að heyra að þér líði betur í dag.
Varðandi spurningu þína um hvernig þú færð starf sem lögregluþjónn að þá er hér linkur um almenn skilyrði til þess: https://menntaseturlogreglu.is/starfsnam-og-starfsthjalfun/umsoknarferlid/
Háskólinn á Akureyri býður upp á nám í lögreglufræði hér er nánar um það: https://menntaseturlogreglu.is/starfsnam-og-starfsthjalfun/namsmoguleikar-i-logreglufraedum/
Hér er hlekkur beint á vefsíðu Háskólans á Akureyri um lögreglufræði: https://www.unak.is/is/namid/namsframbod/grunnnam/logreglufraedi
Við vonum að þessir hlekkir hjálpi þér að fræðast betur um lögreglustörf. Ef það er eitthvað fleira þá ekki hika við að spyrja okkur.
Með bestu kveðju
Ráðgjöf Áttavitans
HVAÐ SEGIR ÞÚ UM ÞETTA EFNI?