Hvernig virka bílaskipti?

336

Hvernig virka bílaskipti?

Hæhæ

Bílaskipti virka þannig að fólk setur notaðn bílinn sinn upp í nýjan eða annan notaðann. Það er oft þannig að þegar fólk setur bílinn sinn upp í annan hjá umboðum, þá fæst mun minna fyrir hann heldur en að selja hann í beinni sölu og því margir sem reyna það fyrst. Það er þó oft auðveldara að setja hann upp í annan og sleppa þannig við vesenið sem getur fylgt því að auglýsa, sýna og selja bílinn. 

Svo erum við að tala um annað þegar fólk skiptir á sínum eigin bílum til láns. Það fylgir stundum því sem orðið er mjög vinsælt í dag, að skipta um íbúðir, eða hafa íbúðaskipti. Þá skiptir fólk um íbúðir, oftast við einhvern í öðru landi, og þá geta bílaskipti fylgt með. Hvað sem hverjum og einum hentar.

Vona að þetta svari einhverju. 


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar