Halló. Ég er nemi á mínu 4 önn í menntaskóla og ég er búin að vera að falla nokkrum sinnum en mér hefur verið bent á sumarskóla til að ná áföngum upp sem mér gekk ekki vel síðast með og hvað er ég þá lengi í því og hvað er hver áfangi kenndur lengi í sumar.
Hæ og takk fyrir að hafa samband.
Það virðist vera misjafnt eftir áföngum en oftast er um að ræða örfáar vikur yfir sumartímann. Ef lítil skráning er í áfanga geta þeir einnig fallið niður svo við mælum með að þú hafir samband við þann skóla sem þú hefur í huga.
Gangi þér vel.
Mbk.
Áttavitinn ráðgjöf.
HVAÐ SEGIR ÞÚ UM ÞETTA EFNI?