Hvers vegna löggildar iðngreinar

290

Upphafleg spurning: hvað mega rafvirkjar sem aðrir mega ekki?
Er að spá því það að vera rafvirki er löggilt iðngrein, hvaða réttindi fá þeir sem almennur borgari má ekki gera?
Er að spá því okkur langaði að setja upp sólarsellu upp á hús í fjölskyldunni en ekkert okkar er rafvirki og þá er ég að hugsa hvort aðeins rafvirkjar megi vinna með snúrur og rafmagnsdót sem verður við 230 volt eða hvort allir megi það en aðeins löggiltir rafvirkjar megi gera það í atvinnuskyni.

Þetta á samt alveg við um fleira, veit að það að vera bakari er held ég lögbundið starfsheiti en það mega samt allir baka. Svo er verkfræði líka lögbundið en nú held ég að munur sé á því sem er lögbundið starfsheiti og því að vera löggiltur iðnaðarmaður í einhverri iðngrein þó ég sé ekki alveg að átta mig á því hver tilgangurinn er með þessu öllu saman.

Hæ og takk fyrir spurninguna.

Að vera löggildur rafvirki þýðir einfaldlega að þú hafir lokið ákveðnum prófum og getir sýnt fram á ákveðna færni með framvísun prófskírteina, oft kallað sveinspróf eða meistarapróf. Þá er opinber taxti sem þú getur unnið eftir sem samið verið um í kjarasamningum. Þá er einnig tiltekið í lögum að þú megir ekki nota þennan starfstitil nema að hafa hlotið menntun til og þar í kjölfarið leyfi ráðherra atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis.

Þér auðvitað frjálst að gera hvað sem þú villt heima hjá þér ef það stenst byggingarreglugerðir. Þú værir þó eflaust ekki tryggður umfram almennar heimilistryggingar ef eitthvað færi úrskeiðis annað en rafvirkjar.

Rafvirki setur upp og hefur eftirlit með raflögnum og rafbúnaði í samræmi við gildandi reglugerðir og staðla í byggingum, skipum og bátum. Hann hefur sérhæfða þekkingu á raflagnateikningum og getur magntekið og unnið verkáætlanir eftir þeim. Rafvirki notar viðeigandi mælitæki við störf sín og framkvæmir bilanaleit og viðgerðir á rafbúnaði. Hann þekkir vel til mismunandi raflagnaefnis og til hvers konar raftækja, rafvéla, iðntölvustýringa, stýribúnaðar og forritanlegra raflagnakerfa. Rafvirki býr yfir hæfni til að vinna sjálfstætt og getur leiðbeint öðrum.

Skynsamlegt væri að kanna byggingarreglurgerðir í húsinu þínu og heyra í rafvirkja og spurja hann út í framkvæmdina.

Mbk.
Áttavitinn ráðgjöf.

 

 

 

 

 


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar