Hversu lengi má ég búast við að bíða þangað til ég gæti orðið ófrísk eftir að ég hætti á getnaðarvörnum?

591

hæhæ:)

mig langaði að spurja hvað það tekur sprautuna lengi að fara úr líkamanum?
Ég hef verið á pillunni í 5 og hálf ár og svo á sprautunni í hálft ár. Það eru 4 vikur frá því ég hætti á sprautunni. Ég hef ekki enn byrjað á blæðingum.
Hversu lengi má ég búast við að bíða þangað til ég gæti orðið ófrísk?

Eftir hormónagetnaðarvarnir þá ætti það ekki að taka líkamann neinn ákveðinn tíma að koma eigin hormónakerfi á.  Þú gætir orðið ófrísk þó að þú sért ekki búin að hafa blæðingar, egglosið kemur nefninlega á undan blæðingunum þannig að fylgstu bara vel með líðan og taktu þungunarpróf ef þig grunar að þú sért orðin ólétt.  Þú getur orðið ólétt strax fyrstu dagana eftir að getnaðarvörn hættir að virka, t.d. ef þú glemir pillu og það er eins með sprautuna.  Um leið og þú ert komin fram yfir á tíma með að fá næstu sprautu er séns á óléttu.  Það er svo einstaklingsbundið hve fljótt tíðarhringurinn kemst í reglu eða hvort tíðir verða reglulegar. 

Gangi þér vel.


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar