Mig vantar smá ráðleggingar. Maðurinn minn fór í ófrjósemisaðgerð fyrir rúmu ári síðan því við vorum alveg viss um að við ætluðum ekki að eignast fleiri börn. En nú hefur það breyst hjá okkur báðum og viljum við eitt í viðbót.
Ég hef heyrt að það sé mögulegt að tengja aftur saman. Hversu miklar líkur er á að maður eignist aftur barn og hvað kostar slík aðgerð?
Hæ
Það er möguleiki á að tengja sæðisleiðarana aftur saman með skurðaðgerð en get því miður ekki sagt neitt til um líkurnar á því að barneignir heppnist hjá ykkur. Það er þó ekki liðinn langur tími frá aðgerðinni og það ætti að auka líkurnar á að allt verði í lagi en ekki hægt að ábyrgjast neitt. Hvað varðar kostnað þá er það líklega eitthvað mismunandi eftir læknum.
Ég ráðlegg ykkur að panta tíma hjá þvagfræraskurðlækni og ræða málin þar. Umfang aðgerðar, líkur á að allt verði í lagi og kostnað. Það er svo líka hægt að ná sæði með ástungu og fara í tæknifrjóvgun ef þið hafið áhuga á því að skoða það.
Gangi ykkur vel.
HVAÐ SEGIR ÞÚ UM ÞETTA EFNI?