Hæhæ,
Sorpa tekur við kertum og kertaafgöngum af öllum stærðum og gerðum. Samkvæmt heimasíðu Sorpu eiga kerti að fara í Gám 23 á endurvinnslustöðum. Síðan er kertavaxið endurunnið í ný kerti hjá Heimaey sem er vinnu og hæfingarstöð í Vestmannaeyjum. Frábært hjá þér að endurvinna!
Kær kveðja,
Áttavitinn ráðgjöf
HVAÐ SEGIR ÞÚ UM ÞETTA EFNI?