Hvert get ég leitað eftir kynferðisofbeldi (16 ára)

260

Ég var að spá, ef ég hef lent í kynferðisofbeldi get ég leitað mér faglegar hjálpar án þess að mamma fái að vita það…er 16 ára

Sæl,

það er auðvitað best að tala við einhvern sem þú þekkir og treystir en það getur verið erfitt. Stígamót taka ekki á móti börnum undir 18 ára aldri en þér er óhætt að senda þeim línu á stigamot@stigamot.is varðandi leiðbeiningar. Þú getur hringt í 112 undir nafnleynd og fengið ráð þar. Þá eru samtökin Blátt áfram sem sérhæfir sig í málum tengdum kynferðislegri misnotkun á börnum, þú getur sent á blattafram@blattafram.is. Þú getur líka farið á heilsgæslustöð eða haft samband við Barnaverndarstofu á bvs@bvs.is.

Þessi fyrstu skref verða erfið en þú skalt taka þau. Það er mögulega þægilegra fyrir þig að senda tölvupóst, svipað og þú gerir hér. Gangi þér vel og haltu áfram!


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar