Í erfiðleikum með að koma honum inn

188

Þannig er mál með vexti að ég finn oft til við samfarir og er oft þröngt og erfitt að koma honum inn. Er ekki hrein og buin ad sofa oft hjá síðan ég missti meydóminn en ennþá finn ég oft sársauka í erfiðleikum með að koma honum inn. Var ad velta fyrir mér afh það gæti verið ??

Það geta verið margar ástæður fyrir því að leggöngin virðast þröng og að konur finni til við samfarir.  Líklegasta skýringin er þó sú að þetta sé stress sem hefur þessi áhrif..það getur meira að segja verið alveg ómeðvitað stress.  Hugur og líkami eru svo samtengd, þetta getur verið þannig að þú hafir fundið til fyrst þegar þú hafðir samfarir og því ekki ólíklegt að þú verðir hrædd við að finna til næst þegar þú ætlar að gera það aftur.  Við það að hafa áhyggjur af sársaukanum verður spenna í leggöngunum sem valda því að þau þregjast, vöðvarnir dragast saman sem gerir það enn erfiðara að koma typpinu inn og meiri líkur á þvi að þú finnir til.  Þetta getur orðið vítahringur. 

Besta ráðið við þessu er að slaka á, hafa gaman í kynlífinu, vera með einhverjum sem þú treystir vel, þannig að þú sért viss um að hann stoppi og að þú stjórnir ferðinni.  Það er mikilvægt að hafa langan forleik svo þú blotnir vel og slakir vel á, það hjálpar að verða vel æst eða gröð. Þá slakna þessir vöðvar og við að blotna er auðveldara að renna typpinu inn.  Þú gætir líka notað sleipiefni ef þú vilt prófa það.  Það er líka mikilvægt að velja stað og stund vel, svo þú sért ekki stressuð yfir að einhver gangi inn á ykkur eða trufli.  Það truflar að hafa áhyggjur af óléttu eða kynsjúkdómi þannig að vertu með varnirnar á hreinu.

Ef að þetta dugar ekki til þá skaltu panta þér tíma hjá kvensjúkdómalækni og fá úr því skorið að allt sé í lagi líkamlega.  Lang oftast er þetta af andlegum orsökum, það er nefnilega þannig að heilinn er aðal málið þegar kemur að því að njóta kynlífs.

Ég vona þetta gangi vel hjá þér.  Endilega skrifaðu aftur ef eitthvað er óljóst eða fyrir önnur ráð.

Tótalkveðja.  


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar