í hvaða framhaldsskólum eru engin lokapróf bara verkefni og símat?

  166

  Hæ og takk fyrir að hafa samband við okkur.

  Á höfuðborgarsvæðinu eru bæði Borgarholtskóli og Framhaldskólinn í Mosfellsbæ sem notast eingöngu við símat https://www.bhs.is/skolinn/namsmat 
  https://www.fmos.is/is/namid/afangar/namsmat-og-einkunnir
  Og utan höfuðborgarsvæðisins er framhaldskólinn á Laugum og Menntaskólinn við Tröllaskaga einnig einungis með símat.

  Ef annar skóli en þessir heilla þig er alltaf hægt að skoða námsmat hjá hverjum skóla fyrir sig en allir skólar bjóða upp á símat í einhverjum áföngum og getur það verið misjafnt eftir hvaða braut er valin hversu mikið símat er í boði – símat er algengara á félagsvísindabraut og í listgreinum sem dæmi.

  Ef þú þjáist af prófkvíða er einnig hægt að hafa samband við námsráðgjafa sem getur aðstoðað við að finna lausnir líkt og lengri próftíma og prófkvíðanámskeið.

  Vonum að svörin hafi hjálpað og gangi þér vel.

  Með bestu kveðju,
  Áttavitinn.


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

  Ert þú með spurningu?

  Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

  Spyrja spurningar