Í hvaða sorptunnu fer álpappír (td undan smjöri)?

  64

  Hæ og takk fyrir að hafa samband.

  Álpappír flokkast sem málmur (flipinn á smjörinu líka).

  Gullna reglan er að ef þú krumpar þetta saman og það opnast ekki þá er líklegast um málm að ræða. Algengur misskilningur er t.d. að snakkpokar séu flokkaðir með málmi út af silfrinu en þar sem þeir fara í sundur ef þú krumpar þá saman er ekki um málm að ræða heldur plast.

  Mbk.
  Áttavitinn ráðgjöf.


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

  Ert þú með spurningu?

  Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

  Spyrja spurningar