Kláðabólur út af rakstri?

943

Hæ, ég er 14 ára stelpa með eina spurningu. Ég er allveg kominn langt á kynþroska og ég er búinn að fá öll einkenni kynþroskasins sem þýðir að ég er kominn með hár á kynfærin (píkuna). Einu sinni fyrir svona hálfu ári þá prófaði ég að raka hár á kynfærunum því að mér fannst svo óþæginlegt að vera með svona mikil hár(ég rakaði samt ekki öll hárinn), en daginn eftir þegar ég var búinn að raka þá byrjaði ég að finna fyrir miklum kláða, þannig ég kíkti og þá voru kommnar fullt af rauðum bólum eða útbrotum, ég raka núna svona einu sinni í mánuði því að ég þori ekkert að raka mikið því annars fæ ég svo mikinn kláða, ég er samt alltaf með eih bólur þarna og mer klæjar alltaf smá stundum en mér langar bara svo mikið að vita hvernig ég kem í veg fyrir það að fá svona kláðabólur og hvernig ég á að losna við þær (og hvort að þetta væri ekki allveg örg eðlilegt) væri til í að fá svar mjög fljótlega 🙂

Þetta er mjög algengt vandamál tengt rakstri á þessu svæði og já er alveg eðlilegt.  Það er þó hægt að minnka hættuna á þessum bólum og kláða með því að vanda sig vel.

Í fyrsta lagi ætti húðin að vera hrein og blaut, gott ef hún er heit líka eins og í sturtu.  Það er gott að nota þartilgerða raksápu og passa að vera með nýtt rakvélablað.  Það skiptir máli hvort þú rakar með eða á móti hárvextinum en best er að raka með hárvexti, eða s.s. niður á móti þegar þú rakar kynfærasvæðið.  Svo þarf að skola rakvélablaðið eftir hverja stroku.  Ef hárin eru mjög löng er gott að klippa þau fyrir rakstur.

Eftir raksturinn þarf að hreinsa húðina vel í sturtunni, þurrka og hægt er að bera á t.d. Aloavera eða sérstök krem sem ætluð eru fyrir þetta svæði eftir rakstur.

Ef þetta gengur ekki vel þá gætir þú skoðað að nota háreyðingakrem en þá er mjög mikilvægt að fylgja leiðbieningum nákvæmlega.  Einnig eru sumir sem fara í vax eða vaxa svæðið sjálf.

Vona þetta hjálpi þér eitthvað.  Bestu kveðjur.


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar