Mér klæjar heldur betur mikið á kónginum. Veit ekki hvað þetta er. Þetta er ekkert vont, bara klæjar fokk mikið.
Stundum þegar mig klæjar mjög mikið þá fer ég að klóra á mér kónginn og taka utan um hann og nudda hann en þegar ég geri það þá á ég það stundum til að fá óvart einn grjót harðann, því þetta er svo góð tilfinning og ég er basically að nudda á mér kónginn.
Þetta er orðið alveg vel vandræðalegt.
Það er kemur líka smá lykt sem annað slagið, hún er eitthvað annað vond.
Hvað er þetta?
Ef það er einhver séns á kynsjúkdómi þá er best að leita til læknis. Þú getur pantað þér á göngudeild húð-og kynsjúkdóma eða pantað þér tíma hjá lækni á heilsugæslunni þinni. Einfaldast er að fara í Chlamydíupróf ef til þess þarftu bara að skila inn þvagprufu. Getur fengið símatíma hjá hjúkrunarfræðingi á heilsugæslunni til að græja það.
Þesssi einkenni sem þú lýsir gætu verið sveppasýking og við því færð þú krem í apótekinu, Pevaryl eða Daktacort. Það er mikilvægt að ef þú átt maka að maki þinn noti kremið líka ef þú heldur að þetta sé sveppasýking. Annars getur þú smitast aftur, það er alveg óhætt að prófa að bera það á og sjá hvort það hjálpar. Þetta gæti mögulega gengið yfir að sjálfu sér. Húðin getur brugðist við t.d. nuddi eftir þröngar buxur eða óhreinindi sem komast undir forhúð og valda bólgu eða eymslum sem eru ekkert hættuleg, bara óþægindi, þannig ætti að ganga yfir á nokkrum dögum. Þannig að ef þetta lagast ekki á nokkrum dögum eða versnar þá verður að meta það hjá lækni hvort þú þarft meðferð.
HVAÐ SEGIR ÞÚ UM ÞETTA EFNI?