hææ ég var að velta því fyrir mér hvort þið vissuð hvernig það er varðani klæðaburð kvenna í sundi. Meiga konur ekki alveg fara berar að ofan í sund, alveg eins og kallar gera?
eða eru einhver lög um þetta?
Hæ og takk fyrir að hafa samband.
Það eru engin lög sem segja að konur/kvár þurfi að hylja brjóst sín. Ýmis mál hafa vakið athygli þar sem fólki hefur verið vísað upp úr fyrir að vera ekki í topp og hefur þessi umræða því verið lengi í samfélaginu og skiljanlega erum við orðin ringluð.
Lukkulega halda brjóstin áfram að vinna þessi mál og má því, samkvæmt lögum, vera ber að ofan í sundi.
Mbk.
Áttavitinn ráðgjöf.
HVAÐ SEGIR ÞÚ UM ÞETTA EFNI?