Klám með raunverulegu og heilbrigðu kynlífi

486

Hvaða klámsíður er hægt að horfa á „gott“ klám, þar sem raunverulegt og heilbrigt kynlíf á sér stað og maður þarf ekki að borga til að horfa.

Ég get því miður ekki svarað því hvað gott klám er eða vísað á síður þar sem ég get verið viss um að ekkert óheilbrigt sé að eiga sér stað.  Það er ómögulegt að segja til um hvort þeir sem eru að taka þátt í kláminu séu að gera það af fúsum og frjálsum vilja eða hvað.   Ég veit ekki einu sinni hvort það er til.  Hvaða forsendur þurfa að vera til staðar til að klámefni sé gott og sýni heilbrigt kynlíf?  Hvað er heilbrigt kynlíf fyrir þér?  Er heilbrigt að taka kynlífið upp á myndband og sýna öllum sem vilja horfa?  Það er ekki mitt að dæma en þetta er pæling.  Get því miður ekki bent á neinar síður með fullri vissu um að kláðmið þar sé heilbrigt eða gott..

Bestu kveðjur.


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar