Daginn, Ég er 19 ára gamall sem er klámfíkill og á erfitt með að hætta, hef verið það árum saman frá því ég var ungur strákur og ég sé að lífið er bara rosalega þunglyndislegt út af því og hálf niðurvert á boginn en mér langar svoooo að hætta og innst inni er ég að eyðileggja algjörlega mína andlegu hlið. Eru þið með eitthvað ráð við að hætta svoleiðis rugli.
Hæ og takk fyrir að hafa samband.
Ef þér finnst klámáhorfið vera orðið það mikið að þú ræður ekki við það sjálfur og það er að stjórna lífi þínu og líðan væri best fyrir þig að panta tíma hjá sálfræðingi. Sálfræðingar hafa ýmis meðferðarúrræði sem gætu gagnast þér. Ef þú ert ekki viss hvar best sé að leita að réttum fagaðila er oft fyrsta skref að heyra í heimilislækni, hjúkrunarfræðing eða sálfræðing sem starfar í skólanum þínum (ef þú ert í námi) eða jafnvel námsráðgjafa. Þú þarft ekki að segja frá vandanum ef þú treystir þér ekki til heldur opnar þú á umræðuna að þú viljir leita þér aðstoðar hjá sálfræðing og geta þessir aðilar þá vísað þér í rétta átt.
Einnig eru til samtök fólks sem leitast við að ná bata frá ástar- og kynlífsfíkn þó það sé ekki alveg það sama og klámfíkn gætu þau verið með góðar tillögur hvert þú getur leitað og leiðbeiningar um hvernig hægt sé að ná bata. Þau eru einnig með stuðningshópa fyrir fólk í svipuðum sporum og þú. Hér er hlekkur á heimasíðuna þeirra https://www.slaa.is/.
Fyrsta skrefið í átt að bata er að viðurkenna vandann sem þú ert einmitt að gera og horfa björtum augum til framtíðar. Að losna undan fíkn er alltaf erfitt en ef viljinn er fyrir hendi er ekkert ómögulegt. Batinn er handan við hornið.
Ef eitthvað er óljóst ekki hika við að hafa samband aftur.
Gangi þér sem allra best.
Mbk.
Áttavitinn ráðgjöf.
HVAÐ SEGIR ÞÚ UM ÞETTA EFNI?