Klámfíkn er erfitt að losna úr

  317

  Sæl verið þið.
  Ég er sjálfur 18 ára gamall á mínu 19 ári og hef verið frá því ég var 9 – 10 ára pjakkur að skoða klám og byrjaði að fróa mér með því, sjálfur hef ég reynt að hætta þessu en ég fæ alltaf þráhyggjunna að gera þetta aftur og eftir það þá skammast ég mín fyrir það. Mér langar að hætta en það er eins og ég getið það ekki sjálfur og veit ekki hvernig hægt er að breyta lífinu í ekki klám líf

  Hæhæ og takk fyrir spurninguna

  Þú ert nú þegar búinn að taka stærsta skrefið sem er að viðurkenna vandamálið vel gert hjá þér! Við ráleggjum þér að leita til heimilislæknis þíns ef þú ert með eða á heilsugæsluna í þínu hverfi. Þú getur líka pantað tíma hjá sálfræðing sem getur aðstoð þig við þessi skref svo viljum við benda þér á stuðningshóp fyrir ástar- og kynlífsfíkla, ég tel að það sé alveg þess virði að skoða sjá; http://www.slaa.is/

  Gangi þér vel

  Ráðgjöf Áttavitans


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

  Ert þú með spurningu?

  Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

  Spyrja spurningar