Komin með svo mikið leið á því sem ég er að læra

222

Hæhæ
Eg er í grunnskóla i 10. Bekk, gengur alveg ágætleg vel í skóla og allt það, en nuna undanfarið er eg komin með svo mikið leið á þvi sem eg er að læra, nenni engu og allt er svo erfitt og eg hef ENGA trú á að ég komist inni framhaldsskóla sem mig langar svo mikið í, það þarf B í öllu og eg er ekki með miklar vonir að eg nái því, þannig eg hef bara ekki orku i að læra þvi eg held að eg nai ekkert i lifinu. Ég vil helst ekki tala við neinn um líðan og svoleiðis þvi eg er frekar lokuð manneskja, hvað get eg gert:(

Það er sko alveg til framhaldsskóli fyrir þig þó þú fáir ekki B í öllu bara svo að það sé sagt.  Þú skalt ekki hafa áhyggjur af því að komast ekki inn í framhaldsskóla.  Það er rétt að valið minnkar kannski en ef þú ert til í þá skóla sem eru aðeins sveigjanlegri þá kemstu inn.  Engar áhyggjur.

Að því sögðu þá verður þú dúllan mín að tala við einhvern.  Ég er ekki að ráðleggja þér það, ég er að segja þér að þú verður að gera það.  Þú getur byrjað í skólanum þínum núna.  Fáðu viðtal við námsráðgjafa í skólanum eða skólahjúkrunarfræðinginn.  Prófaðu.  Ef þér finnst þú ekki mæta skilningi eða líst ekki á að tala við starfsmenn skólans þá skaltu finna þér einhvern annan.  Best ef þú treystir þér til að ræða þetta heima við.  Tala við mömmu eða pabba, jafnvel minnast á að þú vildir gjarna tala við sálfræðing eða fara á sjálfstyrkingarnámskeið.  Það er svo margt uppbyggjandi í boði og þú þarft bara að komast að því hvað sé rétta leiðin fyrir þig.  Og fyrsta skrefið er að tala við einhvern og fá ráð.  Eiginlega ertu búin að stíga eitt skref með því að skrifa okkur í Tótal, þannig að þarna sérðu, þú ert komin af stað í uppbyggingu.  Það er engin ástæða fyrir því að halda að þú komist ekkert áfram í lífinu, einkunnir eru bara það..einkunnir.  Það er enginn að spá í þeim seinna í lífinu, þú þarft bara að finna nám sem hentar þér og ná áföngunum.  Og annað sem þú þarft að gera er að njóta þess að vera þú, sjá kostina þína og möguleika og láta ekki einkunnir í íslensku eða stærðfræði skilgreina hver þú ert eða hvers virði þú ert.  Það er alveg eðlilegt að vera orðin leið á grunnskólanum, þú ert búin að vera þar í 10 ár.  Nú eru breytingar og þú að fara í framhaldsskóla það er tilhlökkunarefni og tilbreyting.  Þú getur klárað framhaldsskóla á þínum hraða, alveg eins og hentar þér.  Ef þú hefur áhyggjur af náminu þegar þú ert komin inn þá ferð þú í viðtal til námsráðgjafa í skólanum og ræðir málin þar.  Það er hægt að aðlaga námið að þínum þörfum í mörgum framhaldsskólum.

Ég vona þetta svar hjálpi þér eitthvað, skrifaðu annars endilega aftur.

Gangi þér vel.


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar