Kóngurinn minn er mjög viðkvæmur og ég get eiginlega ekkert snert hann. Og þegar ég dreg forhúðina niður(sem er mjög erfitt og þröngt) þá finn ég mikinn þrýsting og það er eins og hannn bólgni.Hvað get ég gert bý ekki á höfuðborgarsvæðinu og vil helst ekki tala um þetta við mömmu og pabba
HÆ
Ef það er séns á því að þú sért með kynsjúkdóm þá verður þú að fara í tékk. Þú getur pantað tíma hjá lækni á heilsugæslunni í þínu bæjarfélagi, þarft ekki leifi foreldra. Ef það er ekki séns á kynsjúdkómi þá gæti þetta verið sveppasýking. Þá getur þú keypt krem í apótekinu (án lyfseðils) sem heiti Daktacort, það er græðandi og drepur sveppasýkinguna. Þú ættir að prófa að nota það í um 10-14 daga og sjá hvort þú lagast ekki. Ef ekki þá verður þá að láta lækni kíkja á þetta.
Langar svo að taka fram að oftast eru foreldrar ekki svo slæmir þó maður ræði svona mál við þau. Það er oftast betra að fá hjálp foreldra og léttir málin mikið. En ef þú getur ekki hugsað þér það þá þarftu þess ekki og getur sjálfur farið til læknis án þess að segja þeim ef þú vilt. Þú átt rétt á því.
Gangi þér vel.
HVAÐ SEGIR ÞÚ UM ÞETTA EFNI?