Koppalykjan

25

Ertu með skemmtilegar og góðar staðreyndir um kopparlykjuna

Hæ og takk fyrir að hafa samband við Ráðgjöf Áttavitans,

Koparlykkjan er getnaðarvörn. Til eru tvær gerðir af lykkjum, koparlykkja og hormónalykkja. Á íslandi er algengast að fólk notist við hormónalykkjuna. Koparlykkjan er svipuð og hormónalykkjan nema það að hún er koparvafin og hormónalaus. Koparlykkjan er einnig í felstum tilvikum ódýrari en hormónalykkjan.

Koparlykkjur eru mismunandi en flestar er hægt að nota í a.m.k. 5 ár en oftast lengur, þá jafnvel í 10-12 ár. Koparlykkjan er langtímagetnaðarvörn og hentar hún því mörgum þar sem ekki þarf að muna eftir að nota hana daglega/vikulega.

Mikilvægt er að vita að koparlykkjan verndar ekki gegn kynsjúkdómum heldur einungis þungun. Þegar maður byrjar á koparlykkjunni er algengt að fara á meiri blæðingar og fá meiri tíðarverki en áður, sérstaklega í byrjun notkunnar.

Koparlykkjan er ein af þremur getnaðarvörnum án lyfja en hinar eru smokkurinn og hettan.

Fleiri upplýsingar má finna á eftirfarandi síðum:

Heilsuvera – Getnaðarvarnir | Heilsuvera

Kynheilbrigði – Koparlykkja – Samtök um Kynheilbrigði

Mbk,

Ráðgjafi Áttavitans


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar