Er með grun um sveppasýkingu á lim, og það eru slit í húðinni, hvað er gott krem fyrir bata á því?
Ég er ekki viss hvað þú átt við með slit í húðinni, það eru ekki beint einkenni sveppasýkingar.. Við sveppasýkingu verður slímhúðin rauð og sár og getur komið hvít útferð. Oftast fylgir mikill kláði líka. Ég ráðlegg þér samt að prufa Daktacort, nota það í amk. viku til tíu daga daglega. Þú þarft ekki lyfseðil til að kaupa það. Það virkar á sveppasýkingu og er græðandi. Það gerir engann skaða að prófa það en ef einkennin hverfa ekki þá skaltu leita til læknis.
Gangi þér vel.
HVAÐ SEGIR ÞÚ UM ÞETTA EFNI?