Hæ, ég er með mikin kvíða og skömm yfir því að ég var alltaf duglegur í skóla en eftir mín 3 ár í menntaskóla, þá gekk mér alltaf illa og með tímanum lét ég vinnunna hafa meiri tíma en skólinn fékk og þar með þá er ég óviss hvað ég vill gera við lífið mitt og hætti í skóla en á meðan sé ég gamla bekkjarfélaga vera að útskrifast með stúdent en ég er ennþá á þeirri braut að ég veit ekki sjálfur hvað ég vill og er viltur í lífinu núna svo hvað er hægt að gera til að koma mér á góða braut í lífinu
Hæ hæ og takk fyrir að hafa samband.
Það er erfitt að segja hvað sé rétt og rangt í þeirri stöðu sem þú ert í. Við förum öll ólíkar leiðir í gegnum lífið. Gamla tuggan er sönn að því það er í raun og veru hamingjan sem skiptir mestu máli í lífinu.
Og því mætti kannski snúa spurningunni við og spyrja; ert þú hamingjusamur á þeim stað sem þú ert á núna í lífinu? Ef þú ert hamingjusamur á þeim stað sem þú ert á í lífinu þá er kannski ekki þörf á miklum breytingum. Mikilvægast er að reyna að aðskilja manns eigin hamingju frá samanburði við aðra. Það getur verið vont fyrir geðheilsuna að vera stöðugt að bera sig saman við aðra. Sér í lagi vegna þess að maður veit í raun og veru aldrei hvernig fólki raunverulega líður. En ef þér líður ekki vel og þú ert ekki hamingjusamur þá hefur þú góða ástæðu til að breyta til.
Þar vandast málin víst og það er erfitt að taka ákvörðun um hvað það er sem manni langar að gera. Ef þig langar aftur í skóla til að klára framhaldsskólann þá væri gott fyrsta skref að heyra í námsráðgjafa og sjá hvernig það væri hægt að stilla upp náminu þínu þannig að þú getir klárað stúdentsprófið. Það gæti verið sniðugt til að halda möguleikanum á því að fara í nám á háskólastigi seinna.
Við bjóðum uppá atvinnuráðgjöf í Hinu Húsinu, hér getur þú bókað tíma með ráðgjafa sem getur sest niður með þér og rætt við þig um möguleg næstu skref. Hann getur aðstoða þið við undirbúning fyrir starfsumsóknir með því að æfa atvinnuviðtal og hjálpað þér að búa til góða ferilskrá.
Þetta væru góð fyrstu skref, en við hvetjum þig líka til að vera áfram í bandi við okkur og senda okkur línu ef þú hefur einhverjar fleiri spurningar.
Með kærri kveðju
Ráðgjöf Áttavitans.
HVAÐ SEGIR ÞÚ UM ÞETTA EFNI?