Sæl.
Ég er með spurningu varðandi það hvort að ég geti tekið bæði kvöldsskóla og verið líka í menntaskólanum á sama tími til að hjálpa mér að vinna upp áfanga sem ég hef fallið úr því að ég er rosalega á eftir með það.
Hæ og takk fyrir spurninguna.
Það ætti ekki að vera neitt vandamál. Það er auðvitað aðeins dýrara að taka áfanga í kvöldskóla en kvöldskólinn er einmitt í boði fyrir fólk sem t.d. vill reyna að flýta fyrir útskrift. Þú gætir einnig skoðað hvort sé í boði að taka áfangann í fjarnámi, sumir skólar bjóða upp á það.
Hér geturðu skoðað áfanga sem FB býður upp á í kvöldskóla.
Mbk.
Áttavitinn ráðgjöf.
HVAÐ SEGIR ÞÚ UM ÞETTA EFNI?