Kynfæravörtur

512

Sæl

Fyrr á þessu ári greindist ég með kynfæravörtur.
Mig langar að forvitast um það hvort ég sé nú í meiri áhættuhóp fyrir leghálskrabbameini ?
Einnig hvort ég muni alltaf bera þennan sjúkdóm og ef svo eg mun það hafa áhrif á barneignir eða fóstrið ?

Kynfæravörtur, eða sem sagt smit HPV-veira (human papilloma virus) hefur því miður sterk tengsl við krabbamein í leghálsi.  Það eru aðallega tveir stofnar af HPV-veirum, HPV 16 og 18,  sem talin eru orsök um 70% allra leghálskrabbameina. Um 13 sjaldgæfari HPV-stofnar geta þó líka valdið leghálskrabbameini og því er mikilvægt að allar konur mæti í leghálskrabbameinsleit, þó þær hafi verið bólusettar.  En bólusetning er nú í boði fyrir allar 12 ára stúlkur og virkar sú bólusetning gegn HPV 16 og 18.

Þegar smit hefur orðið þá virkar bólusetning ekki og því miður ekki til lækning við veirunni en til meðferð til að minnka einkenni.  Veiran getur legið í dvala og þú verið einkennalaus í mörg ár og jafnvel alla ævi.   HPVsmit veldur því að þú ert í áhættuhópi fyrir leghálskrabbameini og því mjög mikilvægt að mæta í krabbameinsleit reglulega.  En þó þú sért smituð þá er óvíst hvaða stofna þú berð (hvort það er 16 eða 18 eða eitthvað allt annað) og því óvíst hverjar líkurnar eru.  Þetta er eitthvað sem þú ættir að hafa í huga og fara reglulega á leitarstöðina en þarft ekki að hafa áhyggjur af.  Leghálskrabbamein sem greinist snemma hefur góðar batahorfur.

Varðandi barneignir þá er lítil áhætta fyrir barnið og skaðar ekki fóstur.  Það er smá möguleiki er að barnið geti smitast og leggst þetta á þá á raddböndin.  Einkennin koma yfirleitt fram við 2-5 ára aldur og eru hás eða einkennilegur grátur, breyting á rödd eða einkenni um erfiðleika við öndun.  Líkurnar á þessu eru mjög litlar en talið er að áhættan sé um 0,04%.

Bbestu kveðjur


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar