Kynfæravörtur

357

Hæhæ,

Ég er með kynfæravörtur og fékk upp einkenni fyrir um viku. Ég er með condyline sem ég fékk hjá kvensjúkdómalækninum mínum. Þegar ég setti efnið á þær vörtur sem höfðu myndast þá hef ég greinilega sett á húðina líka og myndaðist sár sem mér var mjög illt í.  Ég leyfði því að gróa og er það næstum gróið núna, það hefur greinilega farið á stórt svæði og byrjaði ég aftur að bera condyline á fyrir 3 dögum. Ég er núna að taka eftir sári rétt fyrir ofan þvagrásaropið, getur nokkuð verið að það hafi myndast við nudd, ég klórað mig eða að efnið hafi einhverra hluta vegna borist þangað? Ég hef ekki tekið eftir neinni blöðru eða neitt þarna á meðan ég var að nota efnið, gæti þá nokkuð verið að þetta sé kynfæraáblástur?

Það er vandasamt að nota svona vörtueitur því það brennir húðina og því mikilvægt að vanda sig og passa vel heilbrigðu húðina.  Eins er getur verið nokkur sýkingahætta ef að sár myndast á þessu svæði þannig að mikilvægt að fylgjast vel með þessu eins og þú ert að gera.  Halda því eins hreinu og hægt er og hafa samband við lækni ef fer að vessa úr sári eða koma bólga eða verkir. 

Það er erfitt að segja til um hvað sé málið með sárið þarna við þvagrásina.  Ef það er eins og rifa þá gæti alveg passað að það sé eftir klór eða nudd, það ætti þá að gróa fljótt.  Ef það er ekki blaðra og líkist ekki áblæstrinum þá skaltu alls ekki bera á það Condyline.  Bara fylgjast með sárinu og ef það breystist, versnar eða grær ekki þá skaltu fá ráðleggingar læknis eða hjúkrunarfræðings.

Gangi þér vel. 


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar