Kynfæri mitt er byrjað að lykta mikið og skrítin útferð

262

Kynfæri mitt er byrjað að lykta mikið og skrítin útferð, stundum komið brúnleitt. Ég hef einu sinni farið til kynsjukdóms læknis og ég greindist með sjúkdóm en það var reddað því. Núna þori ég ekki aftur til læknis til að fara í tjekk, hvað á ég að gera?

Ef það er séns á því að þú sért með kynsjúkdóm þá verður þú að fara til læknis.  Þú getur farið á göngudeild húð-og kynsjúkdóma (sími 5436350) í Fossvogi.  Þú getur líka pantað þér tíma á heilsugæslunni í þínu hverfi, eða hjá kvensjúkdómalækni.  Það er mjög mikilvægt að bíða ekki með að fá greiningu og ekki stunda kynlíf fyrr en þú ert viss um að vera ekki með kynsjúkdóm.

Gangi þér vel.


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar