Langar að hætta í áfanga í skólanum.

281

Hæhæ ég er í Flensborgarskóla og er í einum áfanga sem mig langar að hætta í. Tíminn til að skrá sig úr áfanga er löngu liðinn, þannig að ég ætlaði bara að skrópa í þessum áfanga en þá sá ég að ég yrði rekin úr skólanum ef ég myndi gera það. Ég skil ekkert í þessu og veit að ég mun falla í honum. Hvað get ég gert? Gæti ég farið til námsráðgjafa eða þarf ég að vera með mjög gilda ástæðu til þess að skrá mig úr áfanga þegar fresturinn er liðinn? Með von um skjót svör! 🙂

Sæl og takk fyrir spurninguna.

Já ég mæli hiklaust með því að þú pantir þér tíma hjá námsráðgjafa og segir frá þínu máli. Ekki gera ekki neitt allavega. Námsráðgjafar veita ráðgjöf og eiga að hafa skilning á þínum vandamálum og ætti að geta hjálpað þér með þetta.

 

Gangi þér vel!


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar