Langar að losna við slit!

1107

Fyrir sirka ári fékk ég mikið af slitum á lærin og varð mjög spéhrædd. Ég hætti að fara í sund nema vera í siðum stuttbuxum, ég veit ekkert hvað ég á að gera ég vil hellst losna við þetta strax er að fara til tene í júlí og vil ekki hafa þetta þar. Ég hef prófað kaffi skrúbb og margt annan og vil ekki fá svar um að tíminn er besta lækningin þannig nú spir ég “hvað get eg gert”

Ef það er liðið ár frá því þú fékkst húðslitin á lærin þá hafa þau líklegast dofnað eitthvað og eiga eftir að dofna enn meira næsta árið.  Veit þú sagðir að þú vildir ekki svar um að tíminn lækni enda gerir hann það svo sem ekki.  Húðslit sem eru komin hverfa ekki, en þau verða minna sýnileg með tímanum.  Því miður veit ekki ekki til þess að neitt krem eða skrúbb virki á húðslitin, engar töfralausnir.   Húðslitin eru djúpt í húðinni en krem og skrúbbar vinna aðeins á efsta lagi húðarinnar.  Mögulega hjálpar það eitthvað upp á útlitið en lagar ekki húðslitið.  Eins finnst mörgum að húðslitið sjáist minna ef þú ert sólbrún þannig að þú gætir skoðað að nota brúnkukrem eða fara í brúnkusprey áður en þú ferð til Tene, þá sést þetta minna og svo færðu brúnku meðan þú ert úti.

Besta ráðið er samt að sættast við húðslitin, þetta er svo algengt og þó þér finnist þetta svakalegt þá lofa ég þér að öðrum finnst það ekki nærri eins áberandi og þér sjálfri.

Lítalæknar bjóða upp á meðferð við húðsliti, til dæmis laser, en það kostar mikið og ég geta líklega ekki tryggt árangur en ekkert að því að panta tíma og fá ráðleggingar ef þú vilt.

Ég vona að þú sættist við kroppinn þinn, hann mun breytast allskonar í gegnum lífið og best að fara vel með hann og þykja vænt um sjálfa þig.  Hugsaðu þér hvað þú myndir segja við vinkonu sem væri með eins húðslit á lærunum og æfðu þig í að segja það sama við sjálfa þig.

Hlýjar kveðjur.


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar