Halló, ég var að velta einu fyrir mér. Sko ég er nú ekkert feit það get ég allveg sagt en ég er samt kominn með bumbu, ég borða soldið mikið af nammi ef ég segi sjálf frá haha. En ég var að pæla hvenig losnar maður við svona nammi bumbur. Þust hvað á maður að borða og hvað maður á ekki að borða, minnka hveiti eða sykur, hvernig á maður að hreyfa sig og á maður að borða lítið eða mikið, ræktar plan, svona sem maður getur gert heima. Ég vil nú bara fá helst öll ráðin því að mig langar nú bara að vera með flottan og flatan maga, eða allavega það flatan að ég líti vel út í bikiníum. Væri til í að fá svar fljótt ;))
Hæ
Þetta er nú svolítið flókin spurning mín kæra. Svona fitusöfnun getur verið af svo mörgum ástæðum. Þú nefnir þó sjálf eina algenga ástæðu sem er nammiát eða gosdrykkja. En svo spila líka inn erfðir, kynþroskinn (hormón) og hreyfingarleysi.
Það getur verið eðlilegt að vera með smá bumbu, eða réttara sagt ekki alveg flatann maga. Og ummálið um kviðinn getur breyst bara eftir því hvort þú ert nýbúin að borða eða hvort þú ert á blæðingum. Þannig að best að vera ekki of mikið að pæla í þessu.
Það er samt auðvitað jákvætt að vilja hugsa um heilsuna og kroppinn. Það er ekki til neitt sérstakt plan til að losna bara við fitu á maganum en best er að borða hollt, borða reglulega og forðast nammi, kex, snakk og gosdrykki. Auðvitað má borða þannig óhollustu af og til en ekki daglega. Gott að borða grænmeti og ávexti til að fá vítamín og trefjar. Gróft brauð eða hrökk brauð. Prótein, eins og skyr, ost, kjöt, fisk og egg, ætti að borða á hverjum degi. Og svo fitu, olíur, lýsi, hnetur, avocado og smjör. Mikilvægt að fá eitthvað úr þessum fæðuflokkum daglega. Best að borða fjölbreytta fæðu og að borða 4-6 sinnum á dag. Reyna að sleppa því að vera stöðugt að fá sér snarl.
Einnig skiptir miklu að drekka nóg af vatni, um 1,5 lítra á dag og sofa nóg.
Það er gott að hreyfa sig og helst að finna sér einhverja hreyfingu sem þér finnst gaman og best ef þú hefur einhvern skemmitlegan að æfa með.
Það er best að hafa markmiðið að líða vel og vera sterk og hraust. Ekki bara spá í hvernig maginn er því það getur breyst dag frá degi. Því miður eru engar töfralausnir í þessu. Byrjaðu á því að minnka nammið og fara að hreyfa þig aðeins, það mun gera mikið fyrir heilsuna þína, líðan og sjálfstraust.
Gangi þér vel.
HVAÐ SEGIR ÞÚ UM ÞETTA EFNI?