Það er spurning um afhverju launin mín eru reiknuð frá 21. Dag af mánuði til 20 dag næsta mánuð eru það bara mín laun eða breytist þetta um leið og ég verð 18 ára gamall.
Hæ og takk fyrir að hafa samband.
Þetta getur verið mjög misjafnt eftir fyrirtækjum og algengt að laun séu ekki reiknuð frá 1. til 1. hvers mánaðar.
Ástæðan á bakvið þetta er að kjaradeild fái ákveðið rými til að vinna úr launum starfsmanna. Sem dæmi eru grunnlaun reiknuð út frá 1. til 1. hjá starfsmönnum Reykjavíkurborgar en öll yfirvinna frá 11. til 10.
Mbk.
Áttavitinn ráðgjöf.
HVAÐ SEGIR ÞÚ UM ÞETTA EFNI?