Lét það allt bitna á kærustunni minni

254

Ég er 30 ára og var búinn að jafna mig á þunglyndi fyrir 3 árum síðan. Ég flutti til kærustunnar minnar í haust. Flutningurinn og breytingarnar fóru mjög illa í mig og þunglyndið fór aftur að taka við. Sem og skammdegið. Ég reyndi samt allt til þess að bæta úr þessu þunglyndi og ég var nú orðinn þokkalega góður þangað til núna um helgina. Ég fór á fyllerí (sem er nú ekki það gáfulegasta á þunglyndislyfjum) með félaga mínum og varð mjög ölvaður. Og þá losnaði um einhverja reiði og leiðinlegar ranghugmyndir sem ég hafði hugsað þegar ég var sem þunglyndastur. Og lét það allt bitna á kærustunni minni. Öskraði á hana og var bara brjálaður. Þetta hefur aldrei gerst hjá mér og ég verð vanalega ekki svona reiður og er búinn að vera með hræðilegt samviskubit og kvíðaeinkenni eftir að þetta gerðist. Kærastan mín er skíthrædd við mig ég ég bara veit ekki hvað ég get gert. Ég drekk mig sjaldan fullann og mun forðast þess eins og heitan eldinn núna eftir þetta. Hvað er best fyrir mig að gera í þessu? Hvert er best fyrir mig að snúa í þessu og hvaða hjálp væri réttust fyrir mig að leita.

Í fyrsta lagi ættir þú alls ekki að drekka, eins og þú tekur sjálfur fram.  Ef að áfengið er vandamál þá getur þú pantað viðtal hjá ráðgjafa SÁÁ.    Ef þú telur það ekki nauðsynlegt þá ráðlegg ég þér að skoða meðferðarúrræði fyrir kvíða- og þunglyndi. Hvað var það sem virkaði fyrir þig síðast?  Ef þú hefur verið í sálfræðimeðferð með góðum árangri þá væri gott hjá þér að skoða það aftur.  Ef þú varst á lyfjum þá mætti skoða það aftur í samvinnu við lækni, en ég ráðlegg þér að taka samtalsmeðferð með að auki.  Þú getur haft samband við heilsugæslustöðina þína og fengið upplýsingar um hvaða úrræði eru í boði þar.  Læknir, sálfræðingur eða geðhjúkrunarfræðingur.

Rifjaðu upp hvaða aðferðir hjálpuðu síðast, hreyfing, hugleiðsla, hugræn atferlismeðferð, dagbókarskráning ? 

Síðast en ekki síst þá skaltu ræða af einlægni við kærustuna um líðan þína.

Gangi þér vel. 


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar