Lífið

  51

  Ég er 18 ára sem hefur ekki enþá hugmynd hvað ég vill gera við lífið og það er erfitt að finna neista á áhuga til að finna það sem ég vill gera í lífinu, veit ekki hvað hægt er að gera því ég er bara að vinna og hafði ekki áhuga á bóknám

  Hæ og takk fyrir að hafa samband.

  Þetta er akkúrat aldurinn þar sem margir finna fyrir þessum tilfinningum (jafnvel í fyrsta sinn) sem þú nefnir og hafa margar sambærilegar spurningar komið inn á borð til okkar. Það er mjög eðlilegt að vera ekki með á hreinu hvar áhuginn liggur þegar reynslan er ekki meiri sökum aldurs. Það er mjög mikilvægt að prófa sig áfram í lífi og starfi. Hægt er að skoða nám, námskeið, störf eða annað sem getur hjálpað manni að komast skrefinu lengra í að finna út hvað það er sem kveikir neista innra með manni. Það gæti verið sniðugt fyrir þig að hitta á markþjálfa sem getur framkvæmt áhugasviðsgreiningu og hjálpað þér að finna hvar þínir styrkleikar liggja.

  Ertu ánægður í núverandi starfi? Geturðu hugsað þér að vera í sambærilegu starfi í framtíðinni? Þetta eru t.d. spurningar sem þú getur spurt þig að. Ef svarið er nei væri kannski sniðugt að prófa annað starf sem þú heldur að þú gætir fundið þig í, ef svarið er já geturðu kannað hverjir möguleikar þínir eru.

  Samfélagið segir okkur að við eigum að vera að gera hitt og þetta á ákveðnum lífsskeiðum en kannski langar okkur frekar að gera eitthvað annað og það er bara allt í lagi. Við erum sem betur fer ekki öll eins. Það má líka skipta um skoðun, það sem þú ákveður núna þarf ekki að vera það sem þú leggur fyrir þig í framtíðinni. Áhugi okkar breytist nefnilega líka með tímanum.

  Gefðu þér tíma og sýndu þér mildi. Lífið er ekki kapphlaup 🙂

  Mbk.
  Áttavitinn ráðgjöf.


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

  Ert þú með spurningu?

  Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

  Spyrja spurningar