Litlar tilfinningar við sjálfsfróun

319

Eg hef verið veikur undanfarið (er það eiginlega ennþá) og fyrir stuttu fór ég að stunda sjálfsfróun aftur og ég hef sáðlát eins og venjulega en ég ekki fullnægingu eða finn ekkert sérstakt. Þetta hefur ekki verið vandamál áður en er dálítið áhyggjufullur.

Þessi einkenni ættu ekki að fylgja kvefpest eða þannig veikindum þannig að spurning hvernig veikur þú hefur verið. Líklegast er þetta bara þreyta í kroppnum sem hefur nóg að gera við að vinna á sýkingunni.  Gæti líka verið aukaverkun lyfja ef þú fékkst einvher lyf við veikindunum. Ég myndi gefa þessu smá tíma en ef þú lagast ekki þá hafa samband við lækni og ræða málin þar. Þarft ekkert að vera hræddur við það.  Kynheilbrigiði er eðlilegur hluti af heilsunni og læknar vanir að ræða svona mál.

Líklegast lagast þetta þó á stuttum tíma með batnandi heilsu.

Gangi þér vel.


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar