Má hætta í vinnu sem þú hefur haft í viku?

  239

  Ég var að byrja í sumarvinnu og strax á fyrsta degi fannst mér ég ekki eiga heima hér. Ég er bara að vinna með körlum sem eru allir amk 20 árum eldri en ég og mér líður ekki vel í þessum vinnustaðakúltúr.

  Er það skylda mín að líða svona á hverjum degi í allt sumar? Má ég hætta þó að ég hafi akkúrat núna ekkert annað atvinnutilboð?

  Þessi tilfinning er svo sterk að mér þykir ólíklegt að viðhorfið mitt geti breyst, því mér finnst ég nú þegar búinn að kynnast aðstæðum á vinnustaðnum ágætlega.

  Hæ og takk fyrir spurninguna.

  Leitt að heyra að þú sért ekki að finna þig á þessum nýja vinnustað. Það er auðvitað þín ákvörðun hvort þú hættir eða ekki og það máttu svo sannarlega sama hversu stutt þú hefur verið í starfi.

  Uppsagnarfrestur er mis langur eftir kjara- og starfssamningum. Sem dæmi er uppsagnarfrestur 1 vika á fyrstu þremur mánuðum í starfi skv. VR en Efling og SA eru ekki með neinn uppsagnarfrest ef þú ert búinn að vinna skemur en tvær vikur. Fyrsta vikan er oftast reynslutími.

  Við mælum með að þú hafir samband við ráðgjafa hjá þínu stéttarfélagi sem getur aðstoðað þig með hvernig sé best að snúa sér í þessu skv. þeirra reglum og heyra svo í Vinnumálastofnun varðandi þinn bótarétt.

  Það er því miður ólíklegt að þú hafir rétt á atvinnuleysisbótum en það er þó tekið mið af sl. þremur árum við mat á þeim.

  Mbk.

  Áttavitinn ráðgjöf.

   


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

  Ert þú með spurningu?

  Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

  Spyrja spurningar