Má setja hringinn upp í fyrsta skipti þó maður sé ekki á blæðingum?

327

Má setja hringinn upp í fyrsta skipti þó maður sé ekki á blæðingum? Ég vil vera viss um að hann sé í 100% virkni.

Það fer aðeins eftir því afhverju þú ert ekki á blæðingum. Er það vegna hormónagetnaðarvarna, s.s. pillu eða sprautu..þá ætti að setja hringinn upp á sama tíma og þú ættir annars að endurnýja sprautuna eða taka næsta pilluspjald.  Þú ættir að vera 100% viss um að vera ekki ólétt þannig að ef þú hefur ekki verið að nota getnaðarvörn þá ættir þú að taka þungunarpróf til að vera viss áður en þú notar hringinn.  Ef þú setur hann upp án þess að vera á blæðingum þá þarft þú að nota smokk í viku eftir að hann er settur upp til að vera viss um virkni.

Góðar leiðbeiningar hér:

https://www.serlyfjaskra.is/FileRepos/8d081506-e084-e811-80e6-00155d154611/NuvaRing_fylgisedill.pdf

Vona þetta hjálpi.  Gangi þér vel.


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar