Má stunda kynlíf í pillupásu?

1817

Má stunda kynlíf í pillupásu? Er það áhættusamt? Er i lagi að nota þa bara smokkinn i pillupásu?

Hæhæ,

ef þú meinar í venjulegri pillupásu, sem sagt ef það eru bara 21 pilla í skammtinum þínum og svo tekur þú 7 daga hlé og byrjar svo aftur á næsta þá eru mjög litlar líkur á að verða ólétt ef þú hefur tekið pilluna reglulega mánuðinn á undan.  Þetta ráðlagða hlé er sem sagt meðan þú hefur blæðingar og pillan, ef hún er tekin rétt, kemur í veg fyrir að egglos verði þannig að líkur á þungun eru mjög litlar og nánast engar í ráðlagðri pillupásu. Ef þú ert eitthvað óörugg þá er smokkurinn alltaf öruggur.

Gangi þér vel.


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar