Maður er alveg viltur

  100

  Ég er nefnilega á mínu 18 ári og ég er sjálfur búin að vera að falla í fullt af áföngum í skólanum og ég sjálfur veit ekki hvað ég vill læra sem ég er að gera fyrir sjálfan mig. Ég er bara smá viltur hvað ég vill gera í lífinu sjálfu sem hjálpar mér að komast áfram

  Hæ og takk fyrir að hafa samband.

  Það er fullkomlega eðlilegt að vera smá týndur í lífinu. Þú ert á þeim aldri þar sem man byrjar að finna fyrir þessari pressu að ákveða hvað man vill gera í framtíðinni.

  Númer 1, 2 og 3 er að prófa sig áfram, finna hvar áhugasviðið sitt liggur og skoða nám, námskeið eða annað sem getur hjálpað manni að komast skrefinu lengra í að finna út hvað það er sem kveikir neista innra með manni.

  Það er allt í lagi að vita ekki hvað man vill gera og sumir eru sífellt að breyta um stefnu og það er bara hið besta mál.

  Hér er námsvalshjól Háskóla Íslands sem er gaman að skoða. Þarna geturðu fengið hugmyndir um hvað þú vilt læra útfrá þínu áhugasviði.

  Svo getur verið gott að hafa samband við námsráðgjafa eða markþjálfa sem geta framkvæmt áhugasviðsgreiningu og hjálpað þér að finna þína styrkleika.

  Gangi þér vel.

  Mbk.
  Áttavitinn ráðgjöf.


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

  Ert þú með spurningu?

  Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

  Spyrja spurningar